FRÍ SENDING UM ALLT LAND

Algengar spurningar

Spurningar varðandi greiðslu

Ég á ekki kreditkort, get ég verslað hjá ykkur?

Já, það er hægt að greiða með debetkorti. Við bjóðum einnig upp á greiðslu með Netgíró en þá færð þú vaxtalausan reikning á heimabanka sem þarf að greiða innan 14 daga. Að auki er hægt að greiða með millifærslu og færð þú þá gefið upp reikningsnúmer til að leggja inn á. 

Er alveg öruggt að borga með korti á síðunni ykkar?

Já, öll kortaviðskipti á síðunni okkar fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor. Þegar þú velur að greiða með korti þá ferð þú af okkar síðu og inn á greiðslusíðu Valitor. Velvet kemur því aldrei nálægt kortaupplýsingum viðskiptavina og fær aðeins tilkynningu frá Valitor um að greiðsla hafi farið í gegn. Greiðsla með Netgíró er einnig örugg leið þar sem ekki þarf að gefa upp neinar kortaupplýsingar.

 

Spurningar varðandi sendingu

Get ég sótt pöntunina til ykkar?

Nei, því miður getum við ekki boðið upp á það.

Hvað er pöntunin lengi á leiðinni?

Velvet tekur alla jafna allt að 1 virkan dag í að afgreiða pöntunina þína. Þegar pöntunin er farin í póst færð þú senda tilkynningu á netfangið sem þú gafst upp. Flestar pantanir eru bornar út næsta virka dag eftir póstlagningu, en sendingin getur þó tekið allt að 3 virka daga. Afhendingartíminn getur því verið allt frá 1-4 virkum dögum.

Ég pantaði fyrir meira en 4 virkum dögum, af hverju er pöntunin mín ekki ennþá komin?

Flestallar pantanir eru fljótar að komast til skila, en í einstaka tilvikum geta orðið seinkanir hjá Póstinum.

Til að pöntunin komist fljótt og örugglega til skila þarf eftirfarandi að vera til staðar:

  • Nafn viðtakanda þarf að vera skráð eins og það kemur fram á bréfalúgu eða póstkassa.
  • Ef greiðandi og viðtakandi er ekki sá sami þá er hægt að setja sitthvort heimilisfang greiðanda og viðtakanda.
  • Farðu yfir allra upplýsingar áður en þú leggur inn pöntun. Passaðu sérstaklega að húsnúmerið sé rétt.
  • Láttu endilega íbúðarnúmer fylgja ef við á, eða ef um er að ræða sérstakan inngang, kjallara og þess háttar. Þetta getur auðveldað bréfberanum að bera pöntunina út.

Ef allar upplýsingar hafa verið rétt skráðar en pöntunin samt sem áður ekki skilað sér er gott að athuga hjá Póstinum hvort það sé einhver ástæða fyrir seinkun í þínu hverfi eða bæjarfélagi, það getur t.d. verið vegna veikinda bréfbera, vegna slæmrar færðar, tafa í dreifingarmiðstöð o.s.frv. Athugið að þar sem póstsendingarnar eru ekki skráðar þá getur Pósturinn ekki flétt þeim upp. Ef Pósturinn hefur enga skýringu á seinkunni láttu okkur þá endilega vita. Það er þó gott að gefa Póstinum nokkra virka daga í viðbót til að koma pöntuninni til skila.

 

Spurningar varðandi vörur

Hvenær fáið þið uppselda vöru aftur?

Við fáum nýja sendingu í byrjun hvers mánaðar. Við reynum að panta uppseldar vörur aftur í næstu sendingu. Endilega láttu okkur vita ef þú ert með ákveðna vöru í huga, við gerum okkar besta til að verða við óskum viðskiptavina, þó að stundum geti varan verið uppseld hjá framleiðanda. Við getum svo látið þig vita þegar varan verður fáanleg aftur.

Varan er ekki eins og ég bjóst við, get ég skilað og fengið endurgreitt?

Já, ekkert mál. Við endurgreiðum ef varan er í upprunalegum umbúðum og er send til baka innan 14 daga frá kaupum. Vörum er hægt að skila til: Fatura ehf, Álfkonuhvarf 29, 203 Kópavogur.

Ég fekk gallaða/skemmda vöru, hvað gerið þið í því?

Ef vara er gölluð eða hefur skemmst í pósti látið okkur þá vita strax í tölvupósti með því að lýsa gallanum/skemmdinni og senda mynd með. Okkur þykja svona tilvik afar leiðinleg og reynum því alltaf að leysa málið á sem farsælastan hátt.

Málmurinn hefur upplitast (eða litar húðina á mér). Af hverju gerist það?

Skartgripir geta átt það til að upplitast, einkum ef þeir eru mikið í snertingu við vatn, svita, sól, krem, olíur, ilmvötn, hársprey og önnur sterk efni. Það er því alltaf gott að fara vel með skartið: geyma það frá sólarljósi, fara alls ekki með það í sund eða sturtu, taka hringi af sér þegar hendur eru þvegnar, taka skartið af fyrir líkamsrækt, forðast að nota skartið stuttu eftir að borið er á sig krem eða olíu, og passa að spreyja ekki ilmvatni eða hárspreyi á sig þegar skartið er komið á. Eitt gott ráð með hringi sem lita fingurinn er að setja glært naglalakk inn í hringinn. Ef þessum ráðum er fylgt helst liturinn á skartinu lengur.

Leitaðu í versluninni